13.2.2007 | 09:01
Kraftaverk
Jæja, anti-bloggarinn mikli er kominn með blogg! Svo bregðast krosstré sem önnur tré, það sannast best hér og nú.
Ég vona að það sé ekki eins leiðinlegt að blogga og ég held að það sé því annars endist ég ekkert í þessu. Mig langar að byrja á því að biðjast afsökunar á útliti síðunnar, en þar sem ég er alls óreyndur bloggari þá kann ég ekkert á þá fítusa sem hér bjóðast. Ég kann ekki að setja inn tengla eða slóðir eða hvað þetta kallast, hvað þá að ég eigi vini. Ég þekki bara einn sem bloggar hér og ekki þori ég að setja hann sem vin því ekki er víst að hann vilji vera við mig kenndur
Ég á ekki von á öðru en að ég bloggi mest um fréttir sem mér finnast áhugaverðar, enda vita allir að líf okkar húsmæðra er einstaklega innantómt og viðburðasnautt. Mér þykir ólíklegt að margir nenni að lesa um klukkan hvað ég skúraði gólfin eða hvað ég tók út úr frystinum til að hafa í kvöldmatinn.
Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. Það verður spennandi að sjá hvort hinn mikli anti-bloggari stendur undir nafni eða kastar frá sér stoltinu og tekur þátt af fullum krafti.
Með blendinni bloggkveðju,
Túrilla.
Ég vona að það sé ekki eins leiðinlegt að blogga og ég held að það sé því annars endist ég ekkert í þessu. Mig langar að byrja á því að biðjast afsökunar á útliti síðunnar, en þar sem ég er alls óreyndur bloggari þá kann ég ekkert á þá fítusa sem hér bjóðast. Ég kann ekki að setja inn tengla eða slóðir eða hvað þetta kallast, hvað þá að ég eigi vini. Ég þekki bara einn sem bloggar hér og ekki þori ég að setja hann sem vin því ekki er víst að hann vilji vera við mig kenndur
Ég á ekki von á öðru en að ég bloggi mest um fréttir sem mér finnast áhugaverðar, enda vita allir að líf okkar húsmæðra er einstaklega innantómt og viðburðasnautt. Mér þykir ólíklegt að margir nenni að lesa um klukkan hvað ég skúraði gólfin eða hvað ég tók út úr frystinum til að hafa í kvöldmatinn.
Þetta kemur allt í ljós á næstu dögum. Það verður spennandi að sjá hvort hinn mikli anti-bloggari stendur undir nafni eða kastar frá sér stoltinu og tekur þátt af fullum krafti.
Með blendinni bloggkveðju,
Túrilla.
Um bloggið
Túrilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.