Baggalútur klikkar aldrei

Ég bara verð að leyfa ykkur að sjá snilldarpistil af síðu Baggalúts:

"Lögregla réðst í dag til inngöngu í öll útibú Landsbókasafns eftir að henni bárust upplýsingar um að þar innandyra færu fram umfangsmikil ólögleg skráarskipti.

Í safninu og útibúum þess er talið að megi finna u.þ.b. 900 þúsund bindi bóka, tímarita og annarra gagna. Mikill meirihluti þeirra er erlent efni sem að sjálfsögðu er allt meira eða minna í höfundarrétti.

Svo virðist sem fólk hafi hingað til getað skráð sig inn í sérstakt kerfi gegn vægri greiðslu og sótt sér umrædd gögn, án endurgjalds. Skipta notendur tugþúsundum, allt frá grunnskólabörnum upp í ellilífeyrisþega.

Þá hefur lögregla lokað tölvukerfinu alræmda, Gegni, en þar hafa bókasafnsverðir og aðrir siðblindir glæpamenn getað nálgast leiðbeiningar um það hvar efnið er að finna."

http://baggalutur.is/index.php?id=3981

Það er yndislegt þegar fólk getur séð spaugilegu hliðina á annars grátlegu máli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Túrilla

Höfundur

Túrilla
Túrilla
Höfundur er léttgeggjuð húsmóðir... og því miður alveg einstaklega lélegur bloggari.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband