3.12.2007 | 06:50
Samsæriskenning
Ég er búin að hlæja mig máttlausa við lestur þessa pistils sem ég fann á Huga - höfundur ber notandanafnið MisterBong og er þetta afrit af texta hans:
"Ég hef verið að fylgjast með forstjóra Smáís og ég er kominn með samsæriskenningu sem ég tel að sé tiltörulega rétt. Hún byggist ekki á einhverju sem kallast rök eða sannanir, heldur byggi ég hana á alls engu.
Samsæriskenningin byrjar þegar ungur maður að nafni Hallgrímur kærir í nafni Smáís einhverja gaura sem eru að selja SKY áskriftir í óþökk þeirra. Eftir hatramma baráttu við einhverja gaura tapar Smáís málinu.
Hérna er mynd af honum Hallgrími tekin í september, ósköp eðlilegur maður, hraustur og lítur út fyrir að fari í líkamsrækt endrum og eins.
http://www.visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20050913&Category=FRETTIR01&ArtNo=509130373&Ref=AR&NoBorder
Hallgrímur, auðvitað eyðilagður að hafa tapað málinu, verður örvæntingafullur. Ekki nóg með það að hann hafi tapað málinu þá eru félagsmenn Smáís ekki sáttir við að hann hafi tapað peningum félagsins. Segja við Hallgrím að hann skuli redda þeim mörgum milljónum, annars verður farið með hann bak við hlöðu og hann skotinn!
Hallgrímur reynir allt sem hann getur til að borga upp þennan missi verður ráðþrota. En þá kemur til hans enginn annar en djöfullinn sem gerir við hann samning um að hann skuli verða mesti og öflugasti vælukjói og suðari sem upp hefur verið á jörðinni!
Við þennan samning dekkist húðin á Hallgrími, á hann vex hár (sem hefur ekki gert í mörg ár) og ásýnd hans verður ófrýnileg og veldur óhug eins og sést á þessari mynd tekin í október.
http://www.mbl.is/frimg/4/42/442388A.jpg
Hallgrímur, orðinn geðveikur af þessu nýja afli sem hefur tekið sér bólfestu í honum, breytir nafninu sínu í Snæbjörn (í höfuðið á ísbirninum, sem er eina dýrið sem hefur ánægju af því að drepa, misþyrma og borða litla fallega seli). Byrjar Snæbjörn að nöldra í fjölmiðlum af afli og ræðst á stærsta vígi netverja, torrent.is.
Í margar vikur vælir og nöldrar Snæbjörn í fjölmiðlum eins og eldgömul femínistatrunta á túr, og með tímanum vex kraftur Snæbjörns, sem gerir það að verkum að húð hans verður fölari, hár hans dekkist og verður svart sem nóttin og andlit hans ennþá ófrýnilegra, eins og sést á þessari mynd tekin í nóvember.
http://visir.is/apps/pbcsi.dll/bilde?Site=XZ&Date=20071127&Category=FRETTIR01&ArtNo=71127104&Ref=AR&NoBorder
Með eintómu væli og nöldurhætti tekst honum að knésetja torrent.is tímabundið og kærir meistara Svavar fyrir eitthvað helvítis bull og vitleysu, lofandi forstjórum Smáís milljörðum í skaðabætur.
Með þessum nýju kröftum er honum ekkert heilagt: Smais.is er orðinn vefsíða viðbjóðs og hrottalegheitar þar sem honum tekst að skrifa á heimasíðuna sína allan þann viðbjóð sem vellur upp úr honum og fólk gleypir við því! Skrifar að netverjar séu feitir tölvunördar með bremsufar buxunum og eitthvað helvítis bull, tengir niðurhal myndefnis við barnaklám, kynlíf með dýrum og annars konar viðbjóð, er með bull skoðanakannanir sem byggjast ekki á svörum þáttakenda og kemst upp með það. Skiljanlegt, gaurinn er orðinn það ófrýnilegur að það þorir enginn að mæla einhverju á móti honum!
Núna þegar hann er orðinn þetta öflugur á hann eftir að breytast ennþá meir og verða ennþá öflugari, en hér fyrir neðan er hlekkur af tölvugerðri mynd sem sýnir hvernig hann mun líta út eftir nokkrar vikur:
http://weblogs.newsday.com/entertainment/tv/blog/palpatine.jpg
Tel ég að þegar þetta útlit verður komið á Snæbjörn verður hann orðinn það öflugur að enginn nær að stöðva hann! Nær örugglega að nöldra það mikið að lögreglan byrjar að handtaka fólk fyrir að vera með mp3 lög inn á tölvunni, nær að setja ofurskatta á alltsaman til að borga upp þjófnað og byrjar aftökur á deilendum myndefnis
Vona bara að einhver geri eitthvað áður en það gerist, en ef samsæriskenningin mín verður að veruleika megi Guð hjálpa okkur öllum."
Pistilinn finnið þið hér (ásamt athugasemdum):
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=5443614
Þetta er með því betra sem ég hef lesið um þetta leiðindamál,
Dæmi svo hver fyrir sig.
Um bloggið
Túrilla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Enuff said.
Baldur Fjölnisson, 3.12.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.