SMÁÍS með lygar á heimasíðu sinni

Sagan endalausa ætlar engan enda að taka - Snæbjörn Steingrímsson sér til þess.
Á heimasíðu SMÁÍSs, http://www.smais.is/template25024.asp?PageID=4636, má nú sjá eftirfarandi „frétt“:

Bittorrentmonster lokað í Hollandi

Í gær var einni af 10 stærstu torrent síðum veraldar lokað í Hollandi og er kominn á flótta milli landa. www.btmon.com var með yfir 1.7M notenda á mánuði þar sem þjófnaður á tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði átti sér stað. 

Þetta er tilkomið vegna kröfu BREIN, Hollensku rétthafasamtakana, gegn Leaseweb sem er nethýsingarþjónusta, um að lokað yrði á Bittorrentmonster tafarlaust og upplýsingar um eigendur þess uppgefnar.

Leaseweb hefur nú þegar látið eftir öllum þessum kröfum og eigendur Bittorrentmonster bíður nú skaðabótakrafa frá rétthöfum. 

Síðan flúði til Þýskalands þar sem uppitíminn var mjög stuttur og eru rétthafar í öðrum löndum í biðstöðu með að lögsækja skildi þessi síða reyna að opna í þeirra landi.
Það er mikill flótti núna á þjófasíðum frá Hollandi og fagna Hollendingar því að vera ekki lengur þekktir sem paradís fyrir þjófa og annað hyski. Stutt er síðan Demonoid flúði Holland til Kanada þar sem þeim var endanlega lokað.
Slóð á fréttina: http://www.smais.is/template25024.asp?pageid=4707&newsid=9033

Þetta væri kannski ekki merkilegt nema fyrir þær sakir að þessi síða er í fullu fjöri ennþá, eða var það þegar ég prófaði að fara inn á hana áðan. Í „fréttinni“ er gefin upp slóð síðuna og hlýtur Snæbjörn þá að vera að stuðla að því að fólk sæki höfundarréttarvarið efni. Það hlýtur að mega álykta sem svo.

Hvenær ætla þessir menn að skilja að við erum ekki heilalausir hálfvitar? Það er ekki hægt að mata okkur á endalausum hræðsluáróðri, eins og forsíða þessara undarlegu samtaka sýnir svo glögglega. Þar eru eintómar fréttir af því að hinum og þessum síðum hafi verið lokað. Hversu mikið ætli sé satt af því sem birtist á heimasíðu SMÁÍSs? Það er ekki skrýtið að maður efist þegar þetta er raunin, svo ekki sé nú talað um allt sem Snæbjörn hefur látið út úr sér í fjölmiðlum síðustu vikur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bara Steini

Snilldar pistill.

Bara Steini, 29.11.2007 kl. 10:14

2 Smámynd: Kristján Gunnar Guðmundsson

Þeir tala um þjófar og flýja land o.s.f. til að auka dramatíkina í fréttinni því lögbann er bara tímabundin staða og er allsendis óvíst að þeim takist að loka öllum þessum síðum fyrir fullt og allt.

 Líka þessi skrif þeirra eru ekki ætluð til að blekkja okkur upplýsta netverja heldur líklega pólitíkusa, fréttamenn og tækniheftann almúgann, sem hefur stundum virkað. 

 Góður punktur með að Snæbjörn hljóti að vera að stuðla að því að fólk sæki höfundarréttarvarið efni, með því að gefa svo upp slóð á síðuna, en samkvæmt þeirra eigin staðhæfingum þá er um að ræða hlutdeildarábyrgð sem Snæbjörn á þá sameiginlegt með forsvarsmönnum Istorrent, goggle leitarvélinni, símafyrirtækjunum, og hver veit ekki öðrum ef eitthvað er að marka þetta "hlutdeildarábyrgðar" bull í þeim.

Kristján Gunnar Guðmundsson, 1.12.2007 kl. 02:02

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Síðan er ennþá að virka. Ég þekkti hana ekki. Takk fyrir ábendinguna!

Villi Asgeirsson, 2.12.2007 kl. 13:14

4 Smámynd: Túrilla

Þökkum SMÁÍS.  
Ég hafði heldur ekki hugmynd um að þessi síða væri til.

Túrilla, 2.12.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Túrilla

Höfundur

Túrilla
Túrilla
Höfundur er léttgeggjuð húsmóðir... og því miður alveg einstaklega lélegur bloggari.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 252

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband